EN

Christian Kluxen

Hljómsveitarstjóri

Danski hljómsveitarstjórinn Christian Kluxen er aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Victoria í Kanada, en var áður aðstoðarstjórnandi Konunglegu skosku þjóðarhljómsveitarinnar um þriggja ára skeið. Hann hefur stjórnað fjölda virtra hljómsveita, m.a. sinfóníuhljómsveitinni í Gautaborg og Fílharmóníusveit Hollands. Hann var „Dudamel Fellow“ hjá Fílharmóníusveitinni í Los Angeles árin 2014–15. Þá hefur hann stjórnað fjölmörgum óperum, m.a. Madama Butterfly við Dönsku þjóðaróperuna, Töfraflautu Mozarts við Komische Oper í Berlín, og Leðurblökinni með Sinfóníuhljómsveit Árósa.