Christina Bock
Einsöngvari
Þýska mezzósópransöngkonan Christina Bock er þekkt fyrir geislandi litríka rödd sína og töfrandi sviðsframkomu. Hún fæddist í Thüringen héraði og stundaði nám í ljóðaog óperusöng í Leipzig og Karlsruhe. Atvinnuferil sinn hóf hún aðeins tvítug að aldri og starfaði við Semper-óperuna í Dresden frá 2012–2020 þar sem hún fór með mörg af helstu hlutverkum í sínu fagi, þar á meðal Cherubino í Brúðkaupi Fígarós og Zerlinu í Don Giovanni eftir Mozart, Orlofsky í Leðurblöku Johanns Strauss, Siébel í Faust eftir Gounod og Niklausse í Ævintýrum Hoffmanns eftir Offenbach. Hún hefur verið fastagestur í Vínaróperunni frá því að hún kom þar fyrst fram sem Ottavia í Krýningu Poppeu eftir Monteverdi og söng titilhlutverkið í Rósariddara Richards Strauss. Þá hefur hún nýlega sungið við Konunglegu óperuna í London, í Bastilluóperunni í París og á Salzburgarhátíðinni.
Á næstu leiktíð 2024–25 þreytir hún frumraun sína í nokkrum óperuhúsum, meðal annars sem Ariadne í óperu Strauss Ariadne auf Naxos í Teatro de la Maestranza í Seville á Spáni og sem Orlofsky í Opera Royal de Wallonie í belgísku borginni Liège.
Christina Bock kemur einnig reglulega fram sem ljóðasöngvari, syngur með kammermúsíkhópum og tekur þátt í þverfaglegri samvinnu á tónlistarsviðinu.
Hún syngur nú í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands en á árinu kemur hún einnig fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Berlínar, Staatskapelle Halle og úrvarpshljómsveitunum í Prag og Berlín.