EN

Drengjakór Reykjavíkur

,,Syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar og leika sér eins og strákar“

Drengjakór Reykjavíkur er eini starfandi drengjakór landins. Kórinn, sem í upphafi hét Drengjakór Laugarneskirkju, fagnaði 30 ára starfsafmæli árið 2020 en hann var stofnaður árið 1990 af Ronald Turner, þáverandi organista Laugarneskirkju. Friðrik S. Kristinsson stjórnaði kórnum á árunum 1994-2015 og flutti hann í Hallgrímskirkju 2004 þar sem hann tók upp nafnið Drengjakór Reykjavíkur. Haustið 2015 tók Steingrímur Þórhallsson við stjórn kórsins og flutti hann í Neskirkju þar sem kórinn hefur haft aðsetur síðan. Þorsteinn Freyr Sigurðsson hefur stjórnað DKR síðan 2019. DKR skipa nú um 20 drengir á aldrinum 8-15 ára. Sungin er tónlist af ýmsum toga, bæði trúarleg og veraldleg, gömul og ný. Flettað er inn fræðslu um tónlist og sönggleðin er í fyrirrúmi.

Drengjakór Reykjavíkur heldur árlega jóla- og vortónleika auk þess að koma fram við ýmis tilefni. Kórinn syngur í messum, á ráðstefnum, sem gestakór og við fleiri tilefni sem til falla. DKR tók þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar á Tosca eftir Puccini árið 2017 og kom fram í Kórum Íslands sama ár. Af nýlegum verkefnum kórsins má nefna jóladisk Olgu Vocal Ensemble, Winter Light, aukaleik í kvikmyndinni Abbababb, upptökur fyrir kvikmyndatónlist og auglýsingar og þáttöku í alþjóðlegu drengjakórahátíðinni The Boys are Singing í samstarfi við Sofia Boys Choir frá Búlgaríu.