EN
  • Edo De Waart

Edo de Waart

Hljómsveitarstjóri

Hollenski hljómsveitarstjórinn Edo de Waart hóf feril sinn sem óbóleikari í hinni virtu Concertgebouw-hljómsveit, þar sem hann hlaut fasta stöðu aðeins tuttugu og eins árs gamall. Tveimur árum síðar hreppti hann fyrstu verðlaun í Mitropolous-stjórnandakeppninni í New York, og sannaði sig þá sem framúrskarandi túlkanda tónlistar frá ýmsum skeiðum sögunnar. Í kjölfarið gerðist hann aðstoðarmaður Bernsteins hjá New York-fílharmóníunni, og var einnig um skeið aðstoðarstjórnandi Bernards Haitink við Concertgebouw-hljómsveitina. Síðan hefur hann gegnt stöðum aðalstjórnanda meðal annars í Minnesota, Sidney og Nýja-Sjálandi.

Edo de Waart hefur nýverið stjórnað m.a. Fílharmóníusveitinni í New York, og hefur stjórnað við mörg helstu óperuhús heims: við Bayreuth-hátíðina, Covent Garden í Lundúnum, Bastille-óperuna í París, og Metropolitan-óperuna í New York. Hann hefur hljóðritað fjölda geisladiska fyrir Philips, Virgin, EMI, Telarc og RCA. Meðal hljóðritana hans er diskur með hljómsveitarverkum eftir John Adams sem vakti heimsathygli þegar hann kom út árið 1985 og hafði meðal annars að geyma Short Ride in a Fast Machine