EN

Elsbeth Moser

Bajanleikari

Svissneski harmóníkuleikarinn Elsbeth Moser þykir meðal fremstu listamanna á hljóðfæri sitt á heimsvísu. Hún lærði við tónlistarháskólana í Bern og Trossingen, og var skipuð í prófessorsstöðu við Tónlistarháskólann í Hannover árið 1983. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna í alþjóðlegum tónlistarkeppnum og hefur um árabil starfað náið með Sofiu Gubaidulinu. Hún frumflutti verk Gubaidulinu, Seven Words, á Vesturlöndum að beiðni Gidons Kremer, og síðan hefur tónskáldið tileinkað henni Silenzio, sem er viðamikið verk fyrir bayan, fiðlu og selló.