EN

Emily Pogorelc

Einsöngvari

Bandaríska sópransöngkonan Emily Pogorelc hefur hlotið mikið lof fyrir fagra rödd sína og innblásna túlkun. Á þessu starfsári syngur hún meðal annars hlutverk Adinu í Ástardrykknum og Musettu í La bohème við Bayerische Staatsoper, auk þess að syngja Cherubino í Brúðkaupi Fígarós við Glyndebourne-hátíðina. Einnig kemur hún fram á tónleikum með Camerata Salzburg og Fílharmóníusveitinni í Lúxemborg. Hún vann til verðlauna í Operalia-söngkeppninni árið 2021.

Áður hefur Pogorelc sungið fjölmörg hlutverk við Lyric Opera í Chicago auk þess sem hún hefur komið fram í Kennedy Center í Washington D.C. og við Glimmerglass-hátíðina. Pogorelc er fædd í Milwaukee, Wisconsin og stundaði nám við Curtis-tónlistarháskólann í Philadelphiu.