EN

Erin Keefe

Fiðluleikari

Bandaríski fiðluleikarinn Erin Keefe er konsertmeistari Minnesota-hljómsveitarinnar og hefur hlotið fjölda verðlauna í alþjóðlegum fiðlukeppnum, meðal annars í Carl Nielsen-keppninni þar sem hún hlaut silfurverðlaun. Hún hefur komið fram sem einleikari með fjölda hljómsveita í Bandaríkjunum og Evrópu og leikur einnig með Kammertónlistarfélagi Lincoln Center.

Keefe hefur leikið með fjölda þekktra tónlistarmanna, meðal annars með Emerson-strengjakvartettinum, Richard Goode og Leon Fleisher, og hefur hljóðritað meðal annars fyrir Deutsche Grammophon. Hún stundaði nám við Curtis-tónlistarháskólann í Philadelphiu og lauk síðar meistaragráðu í fiðluleik frá Juilliard-tónlistarháskólanum í New York. Hún leikur á fiðlu smíðaða af Nicolo Gagliano árið 1732.