Eyrún Unnarsdóttir
Einsöngvari
Sópransöngkonan Eyrún Unnarsdóttir er fædd og uppalin á Akureyri. Tónlistarmenntun sína hlaut hún við Tónlistarskólann á Akureyri, Söngskóla Sigurðar Demetz, Universität für Musik und darstellende Kunst, Wien og við tónlistarháskólann Musik und Kunst, Privatuniversität der Stadt Wien. Hennar helstu kennarar voru Sigríður Aðalsteinsdóttir, Uta Schwabe, Leopold Spitzer og Hanna Dóra Sturludóttir.
Eyrún er bar sigur úr býtum í alþjóðlegu söngkeppninni hjá Kammeroper Schloss Rheinsberg árið 2018 og hlaut hlutverk Fiordiligi í óperu Mozarts Cosí fan Tutte í verðlaun. Haustið 2019 þreytti hún frumraun sína við Íslensku óperuna í hlutverki Greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós sem færði henni tilnefningu til Grímunnar árið 2020.
Eyrún hefur fengið mikið lof fyrir „hlýlega og tilfinningaríka rödd“ (Luzerner Zeitung). Frá árinu 2021 hefur hún verið fastráðin við óperuhúsið í Luzern í Sviss þar sem hún hefur meðal annars sungið hlutverk Tatiönu í óperunni Evgení Onegin, Die Feldmarschallin í Rósariddaranum eftir Richard Strauss en fyrir þá túlkun hlaut hún einróma lof. Þar að auki Mimi í La bohème eftir Puccini, hlutverk Greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós og Elettru í Idomeneo eftir Mozart, Rosalinde í Leðurblöku Johanns Strauss og Luisu Miller í samnefndri óperu eftir Giuseppe Verdi.
Eyrún hefur komið fram sem einsöngvari við mismunandi tilefni, meðal annars sem flytjandi á verkinu Le Marteau sans maître eftir Pierre Boulez sem flutt var í Vínarborg 2010 í viðveru tónskáldsins, og sem einsöngvari á verkum Herberts Grönemeyer með Sinfóníuhljómsveit Luzern þar sem tónskáldið stjórnaði flutningnum.
Á núverandi leikári tekst hún á við hlutverk Ellen Orford í óperu Benjamins Britten Peter Grimes og 1. Dömu í Töfraflautunni ásamt öðrum hlutverkum.
