EN

Felicia Greciuc

Óbóleikari

Rúmenski óbóleikarinn Felicia Greciuc hóf tónlistarnám í heimalandi sínu níu ára gömul og útskrifaðist árið 2012 frá Tónlistarháskólanum í Búkarest. Hún stundaði síðanframhaldsnám hjá Joakim Dam Thomsen og Max Artved við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan meistaraprófi með hæstu einkunn. Hún var leiðandi óbóleikari í George Enescu­fílharmóníusveitinni í Búkarest á árunum 2013–16 og veturinn 2016–17 gegndi hún sömu stöðu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Greciuc hefur leikið kammertónlist með ýmsum tónlistarhópum í Danmörku og Rúmeníu og er félagi í Esbjerg Ensemble. Hún var nýverið ráðin í stöðu fyrsta óbóleikara við Det Kongelige Kapel, hljómsveit Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn.