EN

Flensborgarkórinn

Flensborgarkórinn var stofnaður haustið 2008, en hann er kór fyrir útskrifaða nemendur úr Flensborgarskólanum sem hafa sungið í Kór Flensborgarskólans. Kórinn hefur m.a. tekið þátt í alþjóðlegu kórakeppnunum The Singing World í Sankti Pétursborg og Per Musicam ad Astra í Toruń í Póllandi. Kórinn sigraði í flokki blandaðra kóra í þeim báðum. Kórinn hefur einnig tekið þátt í nokkrum kórahátíðum í Evrópu, nú síðast Europa Cantat í Tallinn í Eistlandi 2018. Kórnum hlotnaðist sá heiður árið 2014 að vera einn boðskóra á ungmennalistahátíðinni Festival junger Künstler sem haldin er í tengslum við stóru Wagner­listahátíðina í Bayreuth í Þýskalandi á hverju ári. Hrafnhildur Blomsterberg hefur verið stjórnandi kórsins frá upphafi.