EN

Garðar Thór Cortes

Einsöngvari

Garðar Thór Cortes hóf söngnám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur árið 1993 og útskrifaðist þaðan fjórum árum síðar. Eftir það stundaði hann nám við Hochschule für Darstellende Kunst und Musik í Vínarborg, sótti einkatíma hjá André Orlowitz í Kaupmannahöfn og stundaði nám við óperudeild Konunglega tónlistarháskólans í Lundúnum. Garðar Thór hefur komið víða fram og haldið einsöngstónleika, sungið í söngleikjum, óratóríum og óperum hér heima, víðsvegar í Evrópu og í Bandaríkjunum. Garðar hefur sungið á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og farið í tónleikaferðalög með Kiri Te Kanawa, Katherine Jenkins og Elaine Page. Hann hefur komið fram í nokkrum þekktustu tónleikahúsum heims meðal annars Royal Albert Hall og Carnegie Hall. Hann kom fram á lokatónleikum Proms-tónlistarhátíðarinnar í London og söng þar fyrir tugþúsundir. Garðar Thór hefur hefur sungið í fjórum uppfærslum Íslensku óperunnar í Hörpu, Tamino í Töfraflautunni, Rodolfo í La Bohème, Don José í Carmen og Horace Adams í Peter Grimes. Garðar Thór var tilnefndur til Classical Brit Awards árið 2008 fyrir plötuna Cortes.