EN

Graduale Nobili

Graduale Nobili var stofnaður af Jóni Stefánssyni árið 2000 og er skipaður um 24 konum sem allar hafa lagt stund á tónlistarnám. Kórinn hefur unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum kórakeppnum um heim allan og frumflutt fjölda verka eftir íslensk og erlend tónskáld. Kórinn hefur einnig gefið út nokkrar plötur en platan In paradisum frá árinu 2008 var meðal annars tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Kórinn vakti mikla athygli þegar hann söng inn á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophilia og ferðaðist með henni um heim allan á tveggja ára tímabili. Árið 2014 var jólatónleikum kórsins sjónvarpað á RÚV og um alla Evrópu. Kórinn var valinn til að syngja með stórhljómsveitinni Fleet Foxes í Eldborg á Iceland Airwaves árið 2017. Stjórnandi kórsins er Þorvaldur Örn Davíðsson.