EN

Grímur Helgason

Klarínettleikari

Grímur Helgason hefur komið nokkuð víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár sem kammertónlistarmaður, hljómsveitarspilari og flytjandi nútímatónlistar. Hann nam klarinettuleik hjá Sigurði I. Snorrasyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá Einari Jóhannessyni í Listaháshóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist árið 2007. Við námslok hlaut hann brautargengi í keppninni Ungum einleikurum og hlotnaðist styrkur úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen. 

Á násmsárum sínum var Grímur jafnframt einn stofnfélaga Kammersveitarinnar Ísafoldar. Hann nam ennfremur við Conservatorium van Amsterdam hjá Hans Colbers og lauk þaðan M.Mus prófi vorið 2011. Meðal hljómsveita og tónlistarhópa sem hann hefur leikið með undanfarin ár má nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput, Stirni ensemble, Kúbus og Kammersveit Reykjavíkur auk samstarfs við fjölbreyttan hóp tónskálda og annarra framsækinna tónlistarmanna.