EN

Gunnar Kristinn Óskarsson

Trompetleikari

Gunnar Kristinn Óskarsson hóf trompetnám sex ára gamall í Skólahljómsveit Austurbæjar undir leiðsögn Bjarna Guðmundssonar og síðar Odds Björnssonar. Hann spilaði svo næstu 11 ár í Skólahljómsveitinni undir stjórn Vilborgar Jónsdóttur. Með hljómsveitinni tók hann þátt í tónleikaferðum til útlanda, Nótunni og fleiri verkefnum. Árið 2013 hóf hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Eiríks Arnar Pálssonar og síðar einnig Ásgeirs Steingrímssonar og útskrifaðist þaðan með framhaldspróf 2017. Haustið 2018m lá leiðin til Kaupmannahafnar þar sem hann stundar nú nám við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium hjá Nikolaj Viltoft og Jonas Wiik. Gunnar lék með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 2014–2017. Hann hefur einnig leikið með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Malmö Sinfonietta og DKDM Symfoniorkester. Gunnar hefur sótt meistaranámskeið hjá Håkan Hardenberger, Phil Cobb, Omar Tomasoni og fleirum. Hann er einnig virkur meðlimur í kammerhópunum Lúðraflokki lýðveldisins og kvartettinum Málmi. Gunnar tekur reglulega þátt í tónlistarflutningi í Bústaðakirkju og hefur um árabil átt mikið og gott samstarf við Jónas Þóri, kantor kirkjunnar.