EN

Hallfríður Ólafsdóttir

Flautuleikari

Hallfríður Ólafsdóttir er leiðandi flautuleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún lauk einleikaraprófi frá þeim skóla vorið 1988 og hélt þá utan til framhaldsnáms, fyrst í Manchester og síðan við Royal Academy of Music í Lundúnum. Eftir að hún útskrifaðist þaðan lagði hún stund á franska tónlist hjá Alain Marion í París í einn vetur. Hallfríður hefur oft komið fram sem einleikari, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og tekið virkan þátt í flutningi kammertónlistar, einkum með kammerhópnum Camerarctica. Hallfríður er, ásamt Þórarni Má Baldurssyni myndskreyti, höfundur bókanna um Maxímús Músíkús og var sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 2014 fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks með verkefninu um músina músíkölsku.