EN

Háskólakórinn

Háskólakórinn var stofnaður árið 1972 og fagnaði því hálfrar aldar afmæli sínu árið 2022. Kórinn er að jafnaði skipaður 60 til 70 nemendum við Háskóla Íslands, jafnt íslenskum sem erlendum. Kórinn kemur fram við helstu viðburði skólans, svo sem við
brautskráningu nemenda auk þess að halda sjálfstæða tónleika á hverri önn. Þá fer kórinn í árlega vorferð í lok skólaárs, ýmist innanlands eða utan. Kórinn hefur tekið þátt í kóramótum erlendis og unnið til verðlauna í alþjóðlegum keppnum. Þá hefur
Háskóla kórinn gefið út fjölmargar hljómplötur og geisladiska með íslenskri tónlist. Í tilefni af 50 ára afmæli sínu pantaði kórinn verkið The Time is Now eftir Báru Grímsdóttur og frumflutti ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins 26. mars 2022.