EN

Haukur Þór Harðarson

Tónskáld

Í tónverkum Hauks Þórs Harðarsonar er það ekki síður upplifunin á rýminu og umhverfi flutningsins sem er til umfjöllunar heldur en tónlistin sjálf. Fíngerðar umbreytingar hvað varðar hljóðin og form þeirra bjóða hlustandanum að skapa margræðar og ólíkar tengingar við hljóðrýmið og flæði tímans sem líður í tónlist hans. Tónlist Hauks hefur verið lýst sem viðkvæmri, fíngerðri, ákafri, einbeittri og áþreifanlegri.

Haukur lærði tónsmíðar hjá Atla Ingólfssyni við Listaháskóla Íslands og hjá Richard Ayres og Wim Henderickx við Conservatorium van Amsterdam og svo seinna meir sótti hann sonologíu kúrsinn við Koninklijk Conservatorium Den Haag. Samhliða námi sínu hefur hann tekið þátt í ýmsum vinnustofum og hátíðum.

Verk hans hafa verið flutt af hópum og tónlistarfólki eins og: Caput, Ensemble Recherche, Neue Vocalsolisten, Asko/Schönberg, Nieuw Ensemble, TAK, Quator Diotima, Siggi String Quartet, Moscow Contemporary Music Ensemble, Marco Fusi, Jack Adler-McKean, Sophie Fetokaki, Unu Sveinbjarnardóttur, Marina Kifferstein, Dejana Sekulic og Loadbang.

Haukur er einn meðlima tónsmíðahópsins Errata ásamt Báru Gísladóttur, Finni Karlssyni, Halldóri Smárasyni og Petter Ekman.