EN

Helga Diljá Jörundsdóttir

Fiðluleikari

Helga Diljá Jörundsdóttir er fædd 29. nóvember 2005. Hún hóf fiðlunám 4 ára gömul hjá Þórdísi Stross og síðar hjá Helgu Steinunni Torfadóttur í Allegro Suzuki tónlistarskólanum. Þegar Helga Diljá var 13 ára hóf hún nám í Menntaskóla í tónlist undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur en hún hefur einnig sótt tíma hjá Páli Palomares. Helga lauk framhalds- og burtfararprófi frá MÍT í mars 2023 þar sem hún hlaut viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á framhaldsprófi. Í dag stundar hún diplómanám í fiðluleik hjá Auði Hafsteinsdóttur við Listaháskóla Íslands og samhliða fiðlunámi stundar hún nám á píanó. Helga var einn af sigurvegurum í konsertkeppni Nótunnar 2023. Helga lýkur stúdentsprófi af eðlisfræðibraut frá Verzlunarskóla Íslands í vor og hyggur á fiðlunám við Konunglega Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn í haust.

Texti // Helga Diljá Jörundsdóttir