EN

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir

Tónskáld

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir hóf tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands haustið 2013. Helstu leiðbeinendur hennar voru Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Anna Þorvaldsdóttir. Hún útskrifaðist þaðan vorið 2016 og hóf þá um haustið hálfs árs starfsnám hjá Önnu Þorvaldsdóttur á Englandi.

Ingibjörg hefur unnið með leikurum, sviðshöfundum, leik-, dans og kammerhópum og kvikmyndagerðarmönnum. Frá útskrift hefur hún tvívegis hlotið styrk frá Tónskáldasjóði RÚV og vinnur nú að hljóðritun á verki sínu Hulduhljóð að handan ásamt Lilju Maríu Ásmundsdóttur. Var það verkefni styrkt af Hljóðritasjóð RANNÍS.