EN

Jan Lisiecki

Píanóleikari

Þótt kanadíski píanistinn Jan Lisiecki sé ekki nema 27 ára gamall spannar ferill hans nú þegar rúman áratug. Hann vakti fyrst heimsathygli þegar hann lék píanókonsert Chop- ins á Chopin-hátíðinni í Varsjá árið 2008, tólf ára gamall, og sama ár lék hann í fyrsta sinn í Carnegie Hall. Tveimur árum síðar var hann kominn með samning hjá þýska útgáfuris- anum Deutsche Grammophon, en undir merkjum hans hefur Lisiecki gefið út hljóðritanir af ýmsum verkum Chopins fyrir píanó og hljómsveit, auk rómaðrar upptöku á píanókonsert Schumanns með Santa- Cecilia hljómsveitinni í Róm undir stjórn Antonio Pappano.

Lisiecki er af pólskum ættum, fæddist 1995 í Alberta í Kanada, og hóf píanónám 5 ára. Hann kom fyrst fram með hljómsveit 9 ára og hefur síðan leikið með mörgu helstu hljómsveitum heims, svo sem Fílharmóníusveitinni í New York, Orchestre de Paris, og Fílharmóníusveitinni í Rotterdam, með hljómsveitarstjórum á borð við Claudio Abbado, David Zinman, Paavo Järvi og Yannick Nézet-Séguin. Á yfirstandandi starfsári þreytir Lisiecki frumraun sína á áskriftartónleikum með hljómsveitum á borð við Sinfóníuhljómsveitinni í Boston, Sinfóníuhljómsveit Vínar- borgar og Staatskapelle-sveitinni í Dresden, auk þess sem hann leikur á einleikstónleikum í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu.

Lisiecki hefur þegar hlotið fjölmörg verðlaun fyrir leik sinn. Hann var valinn Ungi listamaður ársins á Gramophone-verðlaununum 2013 og sama ár hlotnuðust honum verðlaun kennd við Leonard Bernstein.