EN

Johan Dalene

Fiðluleikari

Hinn sænski Johan Dalene er ekki nema 19 ára gamall en hann hefur þegar lagt fiðluheiminn að fótum sér. Hann hlaut fyrstu verðlaun í Carl Nielsen-fiðlukeppninni árið 2019 og fékk í kjölfarið útgáfusamning hjá BIS, en fyrsti geisladiskur hans kom út nýverið og hefur fengið frábærar viðtökur. Dalene hefur leikið með öllum helstu hljómsveitum Norðurlanda og er gestalistamaður hjá Sænsku útvarpshljómsveitinni tónleikaárið 2020–21. 

Johan Dalene hóf fiðlunám fjögurra ára gamall og kom fyrst fram sem einleikari með hljómsveit aðeins þremur árum síðar. Hann hefur m.a. starfað með Janine Jansen, Leif Ove Andsnes og Gidon Kremer, og lék m.a. með Andsnes á Listahátíðinni í Bergen 2019. Hann stundar nám hjá Per Enoksson við Konunglega tónlistarskólann í Stokkhólmi og leikur á Stradivarius-fiðlu frá árinu 1736.