EN

Jóhann Kristinsson

Einsöngvari

Jóhann Kristinsson hóf söngnám hjá Bergþóri Pálssyni árið 2009. Árið 2015 hóf hann nám við Hanns Eisler tónlistarháskólann í Berlín og naut þar leiðsagnar Scot Weir, Thomas Quasthoff og Júliu Várady. Utan skóla hefur hann notið leiðsagnar Thomas Hampson, Christian Gerhaher, Graham Johnson og Helmut Deutsch meðal annarra. Frá 2017-2019 var hann meðlimur Óperustúdíósins við Ríkisóperuna í Hamborg.
Hann hlaut þriðju verðlaun og áhorfendaverðlaun alþjóðlegu ljóðasöngskeppninnar „Das Lied” árið 2017 í Heidelberg. Meðal hljómsveitarstjóra sem Jóhann hefur unnið með eru Herbert Blomstedt, Kent Nagano, Pier Giorgio Morandi og Stefano Ranzani.

Í fyrra hlaut Jóhann Íslensku Tónlistarverðlaunin í flokkinum bjartasta vonin. Hann var einnig tilnefndur sem söngvari ársins og fyrir tónlistarviðburð ársins, fyrir ljóðatónleika í Salnum í Kópavogi. Á þessu leikári mun Jóhann syngja í þremur uppfærslum Ríkisóperunnar í Hamborg. Hann mun einnig koma fram með BRSO Sinfóníuhljómsveitinni í Gasteig í München, NDR hljómsveitinni í Elbfílharmóníunni í Hamborg og með La Scala Kammersveitinni í Mílanó.