EN

Jón Arnar Einarsson

Básúnuleikari

Jón Arnar Einarsson fæddist í Reykjavík 1998 en bjó um stund í Noregi og byrjaði þar að læra á básúnu. Árið 2007 flutti hann til Íslands og hóf nám hjá Sigurði Þorbergssyni í Skólahljómsveit Grafarvogs. 2014 byrjaði hann í Tónlistarskóla FÍH og lærði bæði klassík og jazz. Árið 2017 hóf hann nám við Norges Musikkhøgskole í Ósló. Þaðan heldur hann bakkalártónleika sína 5. júní næstkomandi. Á næsta skólaári tekur við meistaranám í háskólanum þar sem Jón tekur tvískiptan master í einleik og kammertónlist með básúnukvartettinum Nordic Trombone Quartet.

Fantasían sem hann mun spila var frumflutt af básúnuleikaranum Robert Masteller með Los Angeles Philharmonic 1948 en Jón er í úrslitum í sólistakeppni Robert Marsteller 2021 sem fara fram í Bandaríkjunum í sumar.