EN

Karen Kamensek

Hljómsveitarstjóri

Bandaríski stjórnandinn Karen Kamensek fæddist í Chicago en hefur starfað víða um heim við góðan orðstír. Hún hefur m.a. stjórnað Sinfóníuhljómsveitunum í Gautaborg og Árósum, Sinfóníuhljómsveitinni í Bilbao og við Gautaborgaróperuna. Hún var um árabil aðalstjórnandi óperunnar í Hannover í Þýskalandi og stjórnaði þar m.a. nýjum uppfærslum á óperum eftir Wagner og Shostakovitsj. Hún stjórnar reglulega við Ensku þjóðaróperuna og stýrði þar m.a. uppfærslu á Akhnaten eftir Philip Glass, en hefur einnig stjórnað við Deutsche Oper, Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn, San Francisco-óperuna og þannig mætti lengi telja. Kamensek var um skeið fastráðinn stjórnandi við Volksoper í Vínarborg og er sérlega innblásinn túlkandi þeirra Johanns Strauss og félaga. Hún er fyrsta konan sem stjórnar Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands.