Katrín Birna Sigurðardóttir
Sellóleikari
Katrín Birna Sigurðardóttir er fædd árið 2002 og hóf sellónám 5 ára gömul á Selfossi í Tónlistarskóla Árnesinga þar sem aðalkennari hennar var Uelle Hahndorf. Hún lauk framhaldsprófi þaðan vorið 2021 og stundar nú nám við Tónlistarháskólann í Árósum, Danmörku hjá Henrik Brendstrup.
Áður en Katrín hélt út í nám var hún leiðari Ungsveitarinnar árið 2019. Á fyrsta ári vann hún einleikarakeppni skólans og fékk þá tækifæri til að koma fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Álaborgar sumarið 2022. Haustið 2024 hlaut hún hæfileikaverðlaun frá Vinafélagi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Árósum auk þess sem hún lék einleik með strengjasveit skólans. Katrín leikur á Noémie Viaud selló frá 2024 sem hún er með til láns frá Augustinus Fonde