EN

Kór tónlistardeildar LHÍ

Kór Tónlistardeildar Listaháskóla Íslands var stofnaður árið 2013. Kórinn er vettvangur fyrir alla nemendur þar sem þau fá tækifæri til að æfa og flytja fjölbreytta tónlist eftir íslensk og erlend tónskáld, semja fyrir kór, fá almenna tónlistarþjálfun, þjálfun í samvinnu og reynslu í kórstjórn. Kórinn kemur reglulega fram í Reykjavík, m.a. á hverju misseri í samvinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju. Kórinn hefur nokkrum sinnum unnið að flutningi nýrra tónverka í samvinnu við Ungsveit Sinfóníunnar innan vébanda Tectonics hátíðarinnar og á Myrkum músíkdögum og einnig haldið nokkra tónleika á Sumartónleikum í Skálholti. Kórinn fór í tónleikaferð til Englands í febrúar 2018 og söng í Háskólanum í Hull, London City University og í sendiráði Íslands í Lundúnum. Stjórnandi kórsins er Sigurður Halldórsson.