EN

Ludwig Wicki

Hljómsveitarstjóri

Ludwig Wicki er hljómsveitarstjóri, tónskáld og básúnuleikari. Hann hóf feril sinn í Sinfóníuhljómsveit Luzern og kenndi við tónlistarháskóla borgarinnar um skeið. Hann sérhæfir sig í flutningi tónlistar við kvikmyndir og hefur m.a. stjórnað The Lord of the Rings og Amadeus víða um heim, m.a. í München, Washington og í Radio City Music Hall í New York, alls staðar við frábærar undirtektir. Annars stjórnar hann tónlist af ýmsum toga, allt frá endurreisnartónlist til verka frá 21. öld, og er auk þess dósent í hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Bern.