EN

Magnús Ragnarsson

Kórstjóri

Magnús Ragnarsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarháskólann í Gautaborg. Þá stundaði hann framhaldsnám í kórstjórn hjá Stefan Parkman við Háskólann í Uppsölum. Magnús starfar sem organisti í Langholtskirkju og stjórnar Kór Langholtskirkju. Hann stjórnar jafnframt Söngsveitinni Fílharmóníu og kennir kórstjórn við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands. Magnús hefur átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands með kórum sínum og unnið til verðlauna í kórakeppnum í Tours í Frakklandi, Llangollen í Wales, Arezzo á Ítalíu og í Béla Bartók-keppninni í Ungverjalandi þar sem hann hreppti sérstök verðlaun fyrir besta flutning á nútímaverki. Magnús var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2015 fyrir flutning á Þýskri sálumessu eftir Brahms og árið eftir var hljómdiskur kammerkórsins Melodiu undir hans stjórn tilnefndur sem plata ársins.