EN

Marit Strindlund

Hljómsveitarstjóri

Sænski hljómsveitarstjórinn Marit Strindlund hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir túlkun sína á óperum og hljómsveitartónlist. Hún hefur frá árinu 2013 verið tónlistarstjóri Folkoperan í Stokkhólmi og hefur stjórnað fjölmörgum uppfærslum þar, meðal annars á La traviata, Turandot og Töfraflautunni.

Hún hefur einnig komið fram með Fílharmóníusveitinni í Stokkhólmi, Sænsku útvarpshljómsveitinni, og Sinfóníuhljómsveitinni í Gautaborg, svo aðeins séu fáeinar nefndar. Þá hefur hún starfað sem aðstoðarstjórnandi við ballettuppfærslur á vegum Royal Opera House, Covent Garden. Hún er ákafur talsmaður nýrrar tónlistar og stýrði tónleikaröð með nýrri tónlist, Inversion, sem vakti mikla athygli í Svíþjóð.

Strindlund lærði hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi þar sem Jorma Panula var kennari hennar, en einnig við Royal Northern College of Music í Manchester þar sem hún sérhæfði sig í óperuflutningi undir leiðsögn Marks Elder.