EN

Matthew Truscott

Fiðluleikari

Matthew Truscott er með eindæmum fjölhæfur fiðluleikari og kemur fram sem konsertmeistari bæði með hefðbundnum sinfóníuhljómsveitum og hópum sem sérhæfa sig í upprunaflutningi. Hann lærði fiðluleik við Royal Academy of Music og við Konunglega tónlistarskólann í Den Haag. Hann lék með Dante-kvartettinum í fjögur ár, en hefur á síðustu árum einbeitt sér að hljómsveitarleik, meðal annars með The Orchestra of the Age of Enlightenment, þar sem hann gegnir stöðu konsertmeistara, og Mahler-kammersveitinni. Hann er jafnframt gestakennari við Royal Academy of Music þar sem hann kennir meðal annars barokktúlkun. Þetta er í fyrsta sinn sem Truscott leikur á Íslandi.