EN

Maxime Tortelier

Hljómsveitarstjóri

Franski hljómsveitarstjórinn Maxime Tortelier er kominn af merkri tónlistarfjölskyldu; faðir hans er Yan Pascal Tortelier, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og afi hans var Paul Tortelier, frægasti sellóleikari Frakklands á 20. öld. Maxime Tortelier hefur vakið mikla athygli fyrir tónlistargáfur sínar, var m.a. Leverhulme Young Conductor hjá Bournmouth-sinfóníuhljómsveitinni og hefur stjórnað Ulster-hljómsveitinni, BBC-fílharmóníunni og Fílharmóníuhljómsveitinni í Liverpool. Þá hefur hann stjórnað fjölda hljómsveita í Frakklandi og einnig stjórnað Þjóðarungsveit Skotlands. Maxime Tortelier lærði hljómsveitarstjórn hjá Colin Metters við Royal Academy of Music og sótti einnig tíma hjá Leif Segerstam.