EN

Mei Yi Foo

Einleikari

Malasíski píanóleikarinn Mei Yi Foo hóf tónlistarnám í heimalandi sínu fjögurra ára gömul. Hún hélt áfram námi í Bretlandi, m.a. við Royal College of Music og Royal Academy of Music. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir tónleika sína og hljóðritanir, og hlaut m.a. BBC Music-verðlaunin fyrir fyrsta geisladisk sinn, Musical Toys, þar sem hún leikur verk eftir Sofiu Gubaidulinu, Unsuk Chin og György Ligeti. Hún hefur komið fram m.a. í Royal Festival Hall og Wigmore Hall í Lundúnum, í Finlandia-salnum í Helsinki og með Kammerhljómsveitinni í Zürich. Á nýjustu plötu sinni leikur hún m.a. verk eftir Shostakovitsj og Alban Berg og hefur hún hlotið afar góðar viðtökur.