EN

Michelle Merrill

Hljómsveitarstjóri

Bandaríski hljómsveitarstjórinn Michelle Merrill hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir líflega hljómsveitarstjórn og afburða tónlistargáfur. Hún var aðstoðarstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Detroit um fjögurra ára skeið og hefur einnig stjórnað m.a. Þjóðarsinfóníunni í Washington D.C., Sinfóníuhljómsveitunum í Toronto, Indianapolis og Princeton. Hún er ákafur talsmaður nýrrar tónlistar og hefur m.a. stjórnað tónleikum með verkum eftir Joan Tower í tilefni af áttræðisafmæli hennar.

Merrill er fædd í Texas og hlaut tónlistarmenntun sína við Meadows School of the Arts with Southern Methodist University. Hún hlaut Georg Solti-verðlaunin árið 2016 og stjórnar nú í fyrsta sinn á Íslandi.