EN

Nathanaël Iselin

Staðarhljómsveitarstjóri

Franski hljómsveitarstjórinn Nathanaël Iselin hefur vakið mikla athygli fyrir tónlistarhæfileika sína á undanförnum árum. Hann er aðstoðarstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Árósa og hlaut í fyrra fyrstu verðlaun í hinni virtu Panulahljómsveitarstjórakeppni sem haldin er í Vaasa í Finnlandi.

Á síðasta starfsári stjórnaði Iselin meðal annars Þjóðarhljómsveitinni í Montpellier og Sinfóníuhljómsveitinni í Lahti í Finnlandi. Árið 2019 stjórnaði hann Fílharmóníusveit Kaupmannahafnar á sérstökum hátíðartónleikum fyrir Margréti Þórhildi Danadrottningu.

Iselin lærði hljómsveitarstjórn við fjóra af kunnustu tónlistarháskólum Evrópu: Sibeliusarakademíuna í Helsinki, Conservatoire National Supérieur de Musique í París, Hochschule der Künste í Zürich og Konunglega Danska tónlistarháskólann. Meðal lærimeistara hans voru Mariss Jansons, Susanna Mälkki og Jorma Panula. Iselin er einnig slagverksleikari og hefur meðal annars leikið með Ensemble Intercontemporain og Óperuhljómsveitinni í Limoges.

Hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands á páskatónleikum 2022 og var í kjölfarið boðin staða staðarhljómsveitarstjóra