EN

Nicola Lolli

Fiðluleikari

Nicola Lolli er annar tveggja konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands og konsertmeistari Íslensku óperunnar. Hann fæddist í Castelfranco Veneto á Ítalíu og stundaði framhaldsnám í fiðluleik við tónlistarháskólana í Vínarborg, Lübeck og Graz. Lolli hefur leikið einleik með ýmsum hljómsveitum, svo sem Háskólahljómsveitinni í Pisa, Salieri­hljómsveitinni í Róm og Þjóðarhljómsveitinni í Tævan. Árið 2014 lék hann tvíkonsert Bachs á aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur og árið 2018 flutti hann 1. fiðlukonsert Prokofíevs með hljómsveitinni. Nicola Lolli tekur einnig oft þátt í flutningi kammertónlistar og hefur meðal annars komið fram á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins og í föstudagsröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands.