EN

Nicola Lolli og félagar

Miðvikudagur 13. maí

Miðvikudaginn 13. maí stígur Nicola Lolli, konsertmeistari hljómsveitarinnar, á svið ásamt fiðluleikaranum Benedikte Damgaard, víóluleikaranum Łucja Koczot og sellóleikaranum Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Þau flytja strengjakvartett nr. 10 eftir Antonín Dvořák. 

Tónleikarnir eru um hálftíma langir. Aðgangur ókeypis og tónleikarnir eru opnir öllum meðan fjöldatakmarkanir leyfa.