Noah Bendix-Balgley
Fiðluleikari
Bandaríski fiðluleikarinn Noah Bendix-Balgley sem er 1. konsertmeistari Fílharmóníuhljómsveitar Berlínar hefur einnig skapað sér hróður sem einleikari og í því hlutverki kemur
hann reglulega fram í víðkunnum tónleikahöllum með fremstu hljómsveitum heims. Þar má nefna að árið 2024 lék hann á fyrstu tónleikum sínum í Carnegie Hall ásamt Berlínarfílharmóníunni sem var á tónleikaferð um Bandaríkin undir stjórn Kirill Petrenko. Hann hefur einnig ferðast með Sinfóníuhljómsveit japanska útvarpsins og komið fram með Fílharmóníuhljómsveitum Dresden, Auckland og Nagoya auk Berlínar og með sinfóníuhljómsveitum Sjanghaí, Utah, Quebeck, Pittsburg og Konunglegu dönsku sinfóníuhljómsveitinni. Auk þess hefur hann komið fram með hátíðarkammersveitinni á tónlistarhátíðinni í Verbier í Sviss. Bendix-Balgley hefur ferðast með Apollo's Fire Orchestra sem spilar á upprunahljóðfæri og með Kammersveitinni í Stuttgart og fyrir skemmstu stóð hann fyrir vikulangri tónlistarhátíð til heiðurs fiðlunni í heimabæ sínum Asheville ásamt sinfóníuhljómsveit borgarinnar. Hljómsveitarstjórar sem hann hefur unnið með eru auk Petrenko, Manfred Honeck, Marek Janowski, Gustavo Gimeno, Leonard Slatkin, Long Yu, Nikolaj Szeps-Znaider, Marie Jacquot, Fabien Gabel, og JoAnn Falletta.
Bendix-Balgley hefur áhuga á fjölbreyttri tónlist og er meðlimur í ólíkum hópum; þar má nefna sjö manna tónlistarhópinn Philharmonix sem flytur fjölbreytta tónlist, gjarnan popplög, og strengjakvartettinn Rosamunde auk þess sem hann er þekktur fyrir flutning á Klezmer-tónlist. Á síðasta starfsári má nefna að hann kom fram með Orfeus-kammersveitinni í New York, Orquestra de Valencia og Þjóðarhljómsveitinni í Lyon. Dagskáin er þétt skiptuð hjá Bendix-Balgley, skömmu áður en hann kom hingað ferðaðist hann um Bandaríkin með strengjakvartettinum Rosamunde og eftir að hann fer héðan taka við tónleikar í Evrópu og Kóreu.
