EN

Orðsending frá Björk

kæru íslendingar
mig langar til að bjóða ykkur upp á tónleika

mig langar til að fagna þess að við erum komin út úr alla vega fyrsta stigi kórónu-faraldursins og halda upp á hversu mörgum íslenskum tónlistarmönnum ég hef unnið með í gegnum tíðina

ég tók næstum allar plöturnar mínar með hljóðfæraleikurum héðan frá

homogenic með íslenskum strengjaoktett 
medúllu með schola cantorum, íslenskum blönduðum kór 
voltu með 10 brass-stelpum sem ég fann um allt land og þær síðan formuðu wonderbrass 
bíófílíu með langholtskirkju kvennakór graduale nobili 
vúlnikúru með 15 manna strengjasveit
útópíu með 12 flautuleikurum sem síðan stofnuðu flautuseptettinn viibra
kornukópíu með hamrahlíðarkór stjórnuðum af þorgerði ingólfsdóttur
svo spiluðum við öll á tónleikum þvers og kurs um kringum hnöttinn

samtals eru þetta yfir hundrað manns !!

mig langar til að halda helgar tónleika í hörpu í ágúst
þeir verða „unplugged“ eða án slagverks og eletróníku
með sinfóníuhljomsveit íslands og fleiri gestum 

mitt innleg til feminisma verður að monta mig yfir því að langflestar útsetningarnar eru eftir mig
þetta er því miður eitthvað sem er of oft horft framhjá hjá konum
fyrirgefið að troða þessu inn
eða ekki … ?

tónleikarnir verða klukkan 5 og fólki boðið upp á veitingar eftir tónleikana til styrktar kvennaathvarfinu

mig langar til að fagna því sem við höfum hér á íslandi, án umgjarðar. þakka öllu þessu ótrúlegu tónlistarfólki og tónlistarhöll sem við eigum.
vírusinn hefur kennt okkur öllum að við höfum nóg. og að við verðum að hjálpa til þar sem við getum. og @blacklivesmatter hefur minnt okkur harkalega á að líta í eiginn barm hvað varðar rasisma og virðingu, skilning og meiri aðstoð við flóttamenn sem koma hingað

ég hlakka til að sjá ykkur

mikil ást

Birkið