EN

Radovan Vlatković

Hornleikari

Króatíski hornleikarinn Radovan Vlatković er einn virtasti hornleikari samtímans. Hann lærði við Tónlistarháskólann í Zagreb og síðar í Detmold í Þýskalandi, og hlaut fyrstu verðlaun í ýmsum keppnum, meðal annars ARD-keppninni árið 1983. Hann var fyrsti hornleikari Útvarpshljómsveitarinnar í Berlín á árunum 1982–1990, undir stjórn aðalstjórnendanna Riccardos Chailly og Vladimirs Ashkenazy. Síðan 1992 hefur hann verið prófessor í hornleik við Tónlistarháskólann í Stuttgart, og frá árinu 1998 prófessor við Mozarteum-tónlistarháskólann í Salzburg.

Vlatković hefur komið fram sem einleikari með fjölda virtra hljómsveita. Þar má nefna Bæversku sinfóníuhljómsveitina, Sinfóníuhljómsveitina í Birmingham, Academy of Saint-Martin-in-the-Fields, Camerata Academica Salzburg og Kammersveitina í München. Hann kemur reglulega fram með tónlistarmönnunum András Schiff og Heinz Holliger auk þess sem hann er tíður getur á Lockenhaus-, Marlboro- og Mondsee-tónlistarhátíðunum. Hann hefur frumflutt ótal verk samtímatónskálda, m.a. eftir Elliott Carter, Krzysztof Penderecki og Sofiu Gubaidulinu. Hann hefur hljóðritað fjölda konserta auk kammertónlistar, meðal annars fyrir EMI, Decca, Philips og Deutsche Grammophon, og hefur hlotið verðlaun þýskra tónlistargagnrýnenda fyrir nokkra diska sína.