EN

Rafael Aguirre

Gítarleikari

Hinn spænski Rafael Aguirre er einn fremsti gítarleikari heims. Hann hefur leikið konsert Rodrigos opinberlega allt frá 16 ára aldri, hefur hlotið fyrstu verðlaun í fjölda alþjóðlegra keppna og komið fram á tónleikum í 34 þjóðlöndum. Hann hlaut styrk frá spænsku ríkisstjórninni til að stunda nám í Düsseldorf og hélt áfram framhaldsnámi við Royal Academy of Music í Lundúnum. Aguirre hefur meðal annars haldið tónleika í Carnegie Hall, Konzerthaus í Vínarborg, Elbphilharmonie í Hamborg og Palau de la Musica í Barcelona. Hann hefur yfir 30 gítarkonserta á valdi sínu og hefur leikið með fjölda hljómsveita um allan heim.