EN

Rannveig Marta Sarc

Fiðluleikari

Rannveig Marta Sarc hóf fiðlunám fjögurra ára gömul, en hún er dóttir Svövu Bernharðsdóttur, víóluleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Rannveig Marta stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og lærði einnig á víólu hjá Þórunni Ósk Marínósdóttur. Hún lauk bakkalársnámi við Juilliard-listaháskólann í New York og stundar nú meistaranám við sama skóla. Hún hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frábæran leik og hefur undanfarið hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, meðal annars frá Rótarý á Íslandi og úr Minningarsjóði um Jean-Pierre Jacquillat. Hún hefur sigrað í ýmsum samkeppnum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og hefur komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Slóveníu. Þá hefur hún leikið bæði í Alice Tully Hall og Carnegie Hall í New York.