EN

Renaud Capuçon

Fiðluleikari

Renaud Capuçon er einn fremsti tónlistarmaður Frakklands og hefur í meira en áratug verið meðal helstu fiðluleikara heims. Hann fæddist árið 1976 og lærði í heimabæ sínum, Chambéry, og við tónlistarháskólann í París, þar sem hann vann til fjölda verðlauna. Hann hélt í kjölfarið áfram námi í Berlín hjá Thomas Brandis og Isaac Stern, og var árið 1997 boðið að gerast konsertmeistari Gustav Mahler-kammersveitarinnar þar sem hann starfaði undir stjórn Claudios Abbadio.

Capuçon hefur leikið með öllum helstu hljómsveitum og tónlistarmönnum heims, ýmist einn síns liðs eða með yngri bróður sínum, Gautier, sem er sellóleikari. Meðal þeirra sem hann hefur starfað með má nefna Daniel Barenboim, Yefim Bronfman, Vadim Repin og Mörthu Argerich. Hann er einnig listrænn stjórnandi páskáhátíðar í Aix-en-Provence, en hefur einnig komið fram á tónlistarhátíðunum í Edinborg, Berlín, Luzern, Verbier, Tanglewood og Salzburg.