Roderick Cox
Hljómsveitarstjóri
Bandaríkjamaðurinn Roderick Cox hlaut Solti-verðlaunin árið 2018 og gegndi starfi aðstoðarstjórnanda hjá Minnesota-hljómsveitinni frá 2016–2018. Hann var áður aðstoðarstjórnandi við Sinfóníuhljómsveitina í Alabama.
Stjarna Cox hefur risið hratt síðustu ár. Hann vakti fyrst verulega athygli þegar hann hlaut Robert J. Harth hljómsveitarstjóraverðlaunin á Aspen-tónlistarhátíðinni árið 2013, og hann var í fyrra valinn sem einn af fjórum þátttakendum á meistaranámskeiði í hljómsveitarstjórn sem Daniele Gatti hélt með Concertgebouw-hljómsveitinni í Amsterdam. Hann hefur meðal annars stjórnað Cleveland-hljómsveitinni, Fílharmóníusveit Los Angeles og hefur sömuleiðis stjórnað óperum við Houston Grand Opera.