EN

Sellódeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Sellódeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands er skipuð 9 fastráðnum hljóðfæraleikurum. Tónleikar sem sellódeildin hélt í Salnum í Kópavogi vorið 2007 mörkuðu upphafið að tónleikahaldi deildarinnar, fyrir utan sín hefðbundnu störf innan hljómsveitarinnar. Hefur deildin síðan þá komið fram við ýmis tækifæri. Af nýlegum viðburðum má nefna upptökur af leik deildarinnar í röðinni Sælustraumar frá Hörpu, tónleika fyrir Norwegian Cruise Line og síðast en ekki síst þátttaka sl. haust í verkefninu Rituals með m.a. hinum heimsfræga sellóleikara Yo-Yo Ma sem hluti af lokaatriði Arctic Circle ráðstefnunnar.