EN

Sigrún og félagar

Fimmtudagur 14. maí

Fimmtudaginn 14. maí kl. 12:15 fær Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, til liðs við sig 15 manna strengjasveit sem flytur verk eftir Grieg, Sigfús Halldórsson og Tsjajkovskíj fyrir gesti í Hörpuhorni

Strengjasveitin er skipuð Zbigniew Dubik, Pálínu Árnadóttur, Rósu Hrund Guðmundsdóttur, Páli Palomares, Margréti Þorsteinsdóttur, Kristjáni Matthíassyni og Christian Diethard á fiðlu, Þórunni Ósk Marínósdóttur, Þórarni Má Baldurssyni og Svövu Bernharðsdóttur á víólu, Sigurgeiri Agnarssyni og Guðnýju Jónasardóttur á selló og Xun Yang á bassa.

Tónleikarnir eru um hálftíma langir. Aðgangur ókeypis og tónleikarnir eru opnir öllum meðan fjöldatakmarkanir leyfa.