EN

Stefan Solyom

Hljómsveitarstjóri

Sænski hljómsveitarstjórinn Stefan Solyom stjórnar nú í fyrsta sinn í Eldborg, en hann stjórnaði nokkrum tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói með frábærum árangri. Solyom fæddist í Stokkhólmi 1979 og lærði hornleik og hljómsveitarstjórn við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi og við Sibeliusar-akademíuna í Helsinki. Hann lærði hjá Leif Segerstam og Jorma Panula, og hlaut verðlaun í Sibeliusarkeppninni fyrir hljómsveitarstjóra árið 2000. Hann hefur stjórnað öllum helstu hljómsveitum Norðurlanda, m.a. í Stokkhólmi, Gautaborg og Helsinki, Gewandhaus-hljómsveitinni í Leipzig og NDR-sinfóníuhljómsveitinni í Hamborg, auk þess að stjórna við Komische Oper í Berlín og við Konunglegu sænsku óperuna.

Solyom var um árabil tónlistarstjóri í Weimar og er nú aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Helsingborg.