EN

Steinn Völundur Halldórsson

Básúnuleikari

Steinn Völundur Halldórsson hóf tónlistarnám sitt við skólahljómsveit Austurbæjar átta ára gamall. Síðan nam hann við tónlistarskóla Reykjavíkur og útskrifaðist þaðan 2018 með framhaldspróf undir handleiðslu Odds Björnssonar. Í beinu framhaldi hélt hann til náms í Hollandi við konunglega konservatoríið í Haag. Þar lærði hann hjá Sebastiaan Kemner og Timothy Dowling og útskrifaðist með bakkalársgráðu árið 2023. Frá haustinu 2023 hefur Steinn stundað meistaranám, nú undir handleiðslu Mike Svoboda, við tónlistarháskólann í Basel.

Steinn er virkur i flutningi samtímatónlistar og vinnur gjarnan með ungum tónskáldum en hefur einnig flutt tónlist undir stjórn þekktra tónskálda svo sem Helmut Lachenmann og Beat Furrer. Árið 2024 var Steinn þátttakandi í Lucerne Festival Academy og árið 2023 lék hann í úrslitum í altbásúnukeppni International Trombone Festival í Utah.