Sveinn Dúa Hjörleifsson
Einsöngvari
Sveinn Dúa Hjörleifsson er fastráðinn við óperuhúsið í Leipzig, en starfaði áður við óperuhúsið í Linz í Austurríki og fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í hinum ýmsu hlutverkum. Auk þess hefur hann komið fram á tónleikum í Konzerthaus Wien, Wiener Musikverein, Opera Bergen, Opera St. Moritz í Sviss og víðar. Heima hefur hann hefur reglulega komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, m.a. í Níundu sinfóníu Beethovens við opnun Hörpu árið 2011, Íslensku óperunni og á ýmsum tónleikum. Meðal hlutverka hans má nefna Ernesto (Don Pasquale), Tamino (Töfraflautan), Don Ottavio (Don Giovanni), og Rodolfo (La bohème). Auk þess hefur hann sungið ljóðatónleika bæði hér heima og erlendis.