EN

Sveinn Dúa Hjörleifsson

Einsöngvari

Sveinn Dúa Hjörleifsson stundaði nám við Söngskóla Sigurðar Demetz og Universität für Musik und darstellende Kunst í Vínarborg. Hann var fastráðinn við Landestheater Linz í Austurríki og síðar við óperuna í Leipzig í Þýskalandi. Við þessi hús söng hann hlutverk á borð við Tamino (Die Zauberflöte), Don Ottavio (Don Giovanni), Ernesto (Don Pasquale), Alfred (Die Fledermaus), Stýrimanninn (Der fliegende Holländer), Wenzel (Die verkaufte Braut), Narraboth (Salome) og nornina (Hänsel und Gretel). Hann hefur einnig komið fram í Konzerthaus og Musikverein í Vín, Semperoper Dresden, Oper Frankfurt, Jyske Opera, Landestheater Vorarlberg, Oper Halle, Íslensku óperunni og óperunni í Malmö. Auk þess hefur Sveinn komið fram á Wiener Festwochen og Berliner Festtagen. Á tónleikasviðinu ber hæst að nefna 9. sinfóníu Beethovens, Christus am Ölberg eftir sama höfund, Messías eftir Händel, Jólaóratóríu Bachs og Stabat Mater eftir Dvořák. Auk óperu og tónleikastarfs hefur Sveinn reglulega flutt ljóðaflokka – m.a. Die schöne Müllerin og Dichterliebe í Vín, Linz og á Íslandi. Drag uppsetning hans á Die schöne Müllerin í Tjarnarbíói 2020 vakti mikla athygli fyrir frumleika og listfengi. 

Á yfirstandandi leikári syngur/söng Sveinn m.a. við Óperuna í Bologna (Oedipus Rex), óperuna í Leipzig (Der Waffenschmied) og óperuna í Frankfurt (Punch and Judy) auk þess kemur hann fram á 100 ára afmælistónleikum Karlakórs Reykjavíkur.