EN

Valerie Sokolov

Fiðluleikari

Úkraínski fiðluleikarinn Valeriy Sokolov þykir meðal fremstu tónlistarmanna sinnar kynslóðar. Hann kemur reglulega fram sem einleikari með fremstu hljómsveitum heims, þar á meðal Philharmonia Orchestra, Evrópsku kammersveitinni, Sinfóníuhljómsveitinni í Cleveland, BBC Symphony Orchestra, Tonhalle-hljómsveitinni í Zürich, fílharmóníuhljómsveitinni í Rotterdam, Sinfóníuhljómsveitinni í Birmingham, Tokyo-sinfóníunni, Fílharmóníusveitinni í Seúl í Suður-Kóreu og Orchestre de Paris.

Valeriy hefur unnið með hljómsveitarstjórum á borð við Vladimir Ashkenazy, David Zinman, Susanna Malkki, Andris Nelsons, Peter Oundjian, Rafael Payare, Santtu-Matias Rouvali, Yannick Nézet-Séguin, Juraj Valcuha og Kirill Karabits. Hann hefur margsinnis komið fram á evrópskum tónlistarhátíðum, þar á meðal í Verbier, Lockenhaus og Lucerne. Valeriy kemur reglulega fram í helstu tónleikasölum heims, þar á meðal í Theatre du Chatelet, Wigmore Hall, Lincoln Center, Scala-óperunni, Mariinsky-leikhúsinu og Musikverein í Vínarborg.

Verkefni Valeriy í vetur eru meðal annars með Sinfóníuhljómsveitarinni í Bournemouth undir stjórn Kirill Karabits, hljómsveit San Carlo-leikhússins og SWR-sinfóníuhljómsvetinni með Juraj Valčuha, auk þess sem hann þreytir frumraun sína með Fílharmóníusveitinni í Monte Carlo undir stjórn Cristian Măcelaru og Fílharmóníusveitinni Scala-óperunni og ítölsku RAI-útvarpshljómsveitinni ásamt nánum samstarfsmanni sínum, Juraj Valčuha.

Valeriy Sokolov kemur ennfremur reglulega fram á einleikstónleikum ásamt Evgeny Izotov sem og með eigin píanótríói ásamt sellóleikaranum Gary Hoffman, og í vetur komu þeir m.a. fram í La Chaux-de-Fonds.