EN

Vera Panitch og Páll Palomares

Fiðluleikarar

Hjónin Vera Panitch og Páll Palomares leika bæði í Sinfóníuhljómsveit Íslands og eru meðal fremstu fiðluleikara landsins. Páll er leiðari í annarri fiðlu hljómsveitarinnar og lék eftirminnilegan einleik á tónleikunum Klassíkin okkar í september 2020. Vera er annar konsertmeistari hljómsveitarinnar og vann til verðlauna í kammertónlistarkeppni Danska útvarpsins nú fyrir skemmstu.